Ungmenni hanna tölvuleik

}

26.5.2021

Tíu ungmenni af öllu landinu tóku þátt í samstarfsverkefni með Fritidsforum í Svíþjóð og Nuorten Akatemia í Finnlandi sem gengur út á að ungmenni hanni og þrói tölvuleik um heimsmarkmiðin, sjálfbærni 2030.

Samfés fékk tækifæri til að bjóða tíu ungmennum á aldrinum 13-17 ára að taka þátt og koma að hönnun og þróun tölvuleiksins. Þetta var frábært tækifæri fyrir alla þá sem höfðu áhuga á því að kynnast og taka þátt í hönnun tölvuleiks.

Hugmynd verkefnisins er að auka þekkingu á sjálfbærri þróun á Norðurlöndum. Ungmenni frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð komu saman til þróa tölvuleik sem gefin verður út í ágúst 2021. Leikurinn snýst um sjálfbæru þróunarmarkmiðin (SDG) og hann mun beinast bæði að alþjóðlegum og staðbundnum málefnum. Leikurinn hentar bæði ungu fólki í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum verður ný og frábær leið sérstaklega fyrir okkar vettvang til að eiga umræður um heimsmarkmiðin með ungmennum.

Leikurinn var þróaður og framleiddur á þremur vinnustofum ungmenna, 23. mars, 13. apríl og 4. maí. Vinnustofurnar fóru fram á netinu og voru einnig smiðjur þar sem ungmennin fengu  að kynnast leikjaþróun, velta fyrir sér sjálfbærni, íhugaða hugmyndir og bjuggu síðan til verkefni sem leikurinn byggði á. Leikurinn verður þróaður fyrst á ensku og síðan á finnsku, sænsku og íslensku. Fyrsta útgáfa, með notendahandbók verður hleypt af stokkunum í byrjun ágúst 2021.