Landsþing ungs fólks

Landsþing ungs fólks er haldið í kjölfar Landsmóts Samfés þar sem árlega koma saman yfir 300 unglingar alls staðar að af landinu til að skiptast á skoðunum, kynnast nýju fólki og læra eitthvað nýtt. Tilgangur Landsþings ungs fólks er að gefa unglingum tækifæri til að bera málefni sín á borð skv. hugmyndum um unglingalýðræði.
Ungmennaráð Samfés hefur veg og vanda að því að skipuleggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hins ýmsu málefni þeim hugleikin. Í kjölfarið á landsþinginu tekur ungmennaráðs saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti, sveitarstjórnir og fjölmiðla eftir því hvort ástæða þykir.