Rímnaflæði

Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra laga- og textasmíð.

Stig eru gefin fyrir innihaldsríka texta, flæði og lögin sjálf í heildina. Aðstandendur Rímnaflæðis áskilja sér rétt til að meina þátttöku eða fara fram á breytingu ef texti þykir ekki samræmast reglum Rímnaflæðis. 

Reglur Rímnaflæðis

1. Keppendur og áhorfendur verða að vera á grunnskóla aldri (8. – 10. bekk).

2. Textar eiga að vera samdir af keppendum. Lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.

3.Textar sem fela í sér hatursáróður, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, jákvæða umsögn um neyslu áfengis og annarra fíkniefna fá mun lægri einkunn frá dómurum. Hægt er að vísa keppendum frá ef um gróft brot er að ræða.

4. Eitt lag á keppenda. Hágmarks lengd atriðis 6 min. Hámarksfjöldi þátttakenda á sviði er 6 manneskjur.

5. EIns og á öllum viðburðum Samfés er neysla tóbaks, áfengis og vímefna er stranglega bönnuð. Keppendum og áhorfendum verður vísað út ef upp kemst um slíkt. Ölvun ógildir miðann


Rímnaflæði er viðburður á vegum Samfés og gilda þar sömu viðmið og reglur sem og á öðrum samkomum af þessu tagi.