Fulltrúaráð Samfés+

}

23.9.2020

Fulltrúaráð Samfés+ (Ungmennaráð ungmennahúsa)

Var stofnað formlega 16. mars 2019 af frumkvæði ungs fólks eftir Landsþing ungmennahúsa sem haldið var í Mosfellsbæ. Á stofnfundi ráðsins sem haldin var í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði var tilgangur og markmið ráðsins rædd ákveðið hver tilgangur og helstu markmið væru. Öll ungmenni á aldrinum 16-25 ára getur tekið þátt og boðið sig fram í ráðið sem starfar á landsvísu.

Fulltrúaráð Samfés+ 

  • Fulltrúaráð Samfés fundar um 10-14 sinnum á ári, ýmist á skrifstofu Samfés eða með rafrænu formi.
  • Allur ferða- og fundarkostnaður fulltrúa er greiddur af Samfés.
  • Ungmennaráðið og Fulltrúaráðið hafa tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés ásamt því að senda tvo fulltrúa á Aðalfund Samfés.
  • Fulltrúaráðir tekur virkan þátt í verkefnum, viðburðum og ákvarðanatöku í málefnum samtakanna.
  • Fulltrúar ráðsins taka þátt í vinnu- og starfshópum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, taka þátt í og sitja á ráðstefnur og fundi um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis.

 

Tilgangur og markmið Fulltrúaráðs Samfés+ er að:

  • Efla þátttöku ungmenna í starfi ungmennahúsa.
  • Tryggja virka þátttöku ungmenna í málefnum þeirra.
  • Auka jafningjafræðslu.
  • Tryggja að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu.
  • Ungmenni hafi tengiliði á landsvísu til þess að ræða málefni sem snúa að þeirra aldurshópi.
  • Efla Evrópusamstarf við önnur ungmenni.
  • Hafa áhrif á og vinna að viðburðum á vegum Samfés.
  • Hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.