Næsti viðburður:
Samfés LAN 16+
7. – 8. nóvember 2025
Í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum um allt land fer fram faglegt rafíþróttastarf þar sem unnið er með breiðan hóp ungs fólks. Mikilvægt er að ná til ungs fólks, auka félagsfærni, draga úr félagslegri einangrun, virkja þau í daglegu starfi og í rafíþrótta klúbbum þar sem lögð er áhersla á faglega nálgun og heilbrigða spilahætti. Til þess að ná árangri þarf, eins og í öðrum íþróttum, að æfa sig reglulega, vinna saman, fara að leikáætlun, borða hollan mat, fá nægan svefn og vera í góðu formi.
Rafíþróttamót Samfés sem er unnið í samstarfi með Félkó er haldið árlega í íþróttahúsinu Digranesi. Þessi rafíþrótta viðburður er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-25 ára. Markmið viðburðarins er m.a. að ná til ungs fólks, draga úr félagslegri einangrun og stuðla að jákvæðri þróun í rafíþróttum. Þátttakendur geta tekið þátt í og spilað CS:OG, R6S, Fortnite, LoL og FIFA.
Útbúnaðarlisti;
PC tölva eða console (PS4, PS5 eða Xbox ) með Ethernet tengi, mús, músamottu og lyklaborð. Skjár (max 32“), 1-2 fjöltengi og heyrnatól. Muna að merkja allt sem komið er með.Það er leyfilegt að koma með eigin stól og gott er að koma með hollt nesti.
———————