Rímnaflæði

}

9.11.2020

 

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, var fyrst haldin í Miðbergi árið 1999. Keppnin hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. T.d. má nefna Emmsjé Gauta sem náð hefur góðum árangri í íslensku tónlistarsenunni og er einn þekktasti rappari  landsins í dag.

Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra hæfileika í laga- og textasmíð. Keppendur í Rímnaflæði verða að vera á grunnskóla aldri (8. – 10. bekk). Skilyrði er að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref á sviði í þessari keppni. Textar sem fela í sér hatursáróður, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, jákvæða umsögn um neyslu áfengis og annara fíkniefna eru bannaðir. Hægt er að vísa keppendum frá ef um gróft brot er að ræða.

Þar sem þátttaka í keppni eins og Rímnaflæði er mikilvægt lærdómsferli fyrir ungt fólk, sem oft er að stíga sín fyrstu skref í að koma fram, þá eru haldin ókeypis rappnámskeið í aðdraganda keppninnar þar sem öllu ungu fólki er boðið að taka þátt.

Dómnefnd gefa stig m.a. fyrir innihaldsríka texta, flæði og lögin sjálf í heildina.

Hérna er hægt að sjá nokkur góð atriði https://www.ruv.is/ungruv/