SamFestingurinn & Söngkeppni Samfés 2023

}

19.5.2023

SamFestingurinn & Söngkeppni Samfés 2023

by | maí 19, 2023 | Fréttir

SamFestingurinn 2023

SamFestingurinn & Söngkeppni Samfés 2023

Til hamingju ungt fólk!

Það var mikil spenna og eftirvænting þegar SamFestingurinn, tveggja daga tónlistarhátíð Samfés – Landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, fór fram í Laugardalshöllinni dagana 5.-6 maí. Samtals komu um 7500 ungmenni úr félagsmiðstöðvum af öllu landinu saman á SamFestingnum í Laugardalshöll um helgina. 

Viðburðurinn tókst frábærlega til, öll ungmenni sem þar komu saman voru til fyrirmyndar og skemmtu sér konunglega vel. 

Á föstudagskvöldið fóru fram tónleikar, ball með tónlistarfólki sem er valið var af Ungmennaráði Samfés og á laugardeginum fór Söngkeppni Samfés fram í beinni útsendingu á RÚV.

Allt starfsfólk og unglingarnir sem sóttu viðburðinn voru búin að fá Sjúkást fræðslu þar sem meðal annars var farið yfir mörk og samþykki. Fræðslan er hluti af samstarfi Samfés og Stígamóta. Hljómsveitin Enter Name unglingaplötusnúðarnir Dj Dublin og Baldur og Jón Arnór hófu dagskránna. Síðan komu fram Gamli rjóminn, Dj Dóra Júlía, Auddi og Steindi jr. , Stuðlabandið og Páll Óskar lokaði kvöldinu. Stemningin í höllinni var frábær allan tíman.  Í anddyrinu bauð Nova upp á húllum hæ yfir kvöldið þar sem meðal annars risastórt boltaland sem vakti mikla lukku á meðal ungmennana.

Smelltu hér til þess að lesa meira um viðburðin

Sigurvegari söngkeppni samfés 2023

Söngkeppni Samfés 2023

Söngkeppni Samfés, fór svo fram í beinni útsendingu á Rúv í dag, laugardag 6.maí þar sem 30 af bestu söngatriðum félagsmiðstöðva landsins komu fram á stóra sviðinu. Keppendur voru öll búin sigra undankeppnir sem höfðu farið fram í öllum landshlutum og má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar landsins hafi stigið á stóra sviðið og stóðu öll sig vel. 

Sigurvegari Söngkeppni Samfés var Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum sem söng lagið Tilgangslausar settningar sem var frumsamið. Í öðru sæti lenti Arnbjörg Hjartardóttir úr félagsmiðstöðinni Boran með lagið Við tvö sem var frumsamið og þriðja sæti var hljómsveitin Slysh með lagið Home sweet home frá félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól.

Dómnefndina skipuðu: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir GUGUSAR og Klara Ósk Elíasdóttir.

Framtíðin er svo sannarlega björt fyrir allt unga tónlistarfólkið okkar .

Smelltu hér til þess að lesa fréttina á mbl!