Söngkeppni Samfés

}

9.11.2020

Söngkeppni Samfés

Söngkeppni Samfés hefur verið haldin frá árinu 1992 og fór fram í Danshúsinu Glæsibæ. Í gegnum árin hefur söngkeppninn stækkað samhliða fjölgun félagsmiðstöðva. Árið 2001 var ákveðið að tengja söngvakeppnina við Samfés ballið og er því Söngkeppni Samfés einn af viðburðum SamFestingsins sem haldin er í mars ár hvert. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og alla landsmenn þar sem keppninni er oftast sjónvarpað í beinni útsendingu. Í núverandi skipulagi komast þrjátíu atriði í lokakeppnina að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Einnig er kosið um Rödd fólksins þar sem fólki gefst tækifæri til að kjósa í netkosningu um það atriðið sem því fannst best.

Miðað við gæði keppenda á söngkeppni Samfés síðustu ár þá erum við fullviss um að framtíð íslenskrar tónlistar er í góðum höndum. Það sést best á því að sumir af okkar fremstu tónlistarmönnum hafa stigið sín fyrstu skref opinberlega í Söngkeppni Samfés.

Fyrir frjáls félagasamtök eins og Samfés, að halda viðburð eins og söngkeppni, þarf margar hendur og erum við í samstarfi við fjölmarga frábæra aðila sem gera það mögulegt fyrir Samfés geti að halda þessa glæsilegu keppni.

Reglur og dæmi af gögnum sem þarf að skila inn fyrir söngkeppni Samfés

 

Sigurvegarar Söngkeppni Samfés frá árinu 1997
2000 – Ragnheiður Gröndal – Garðaskóli
2001 – Tinna Marína Jónsdóttir – Tónabær
2002 – Pétur Gunnarsson – Miðberg
2004 – Rakel Pálsdóttir – Arnardalur
2005 – Sæmundur Rögnvaldsson – Selið
2006 – Kristín, Inga og Kristjana – Ekkó
2007 – Herdís Rútsdóttir – Tvisturinn
2008 – Stefanía Svavarsdóttir – Bólið
2011 – Teitur Gissurarson – Hólmasel
2012 – Melkorka Rós Hjartardóttir – Boran
2013 – Margrét Stella Kaldalóns – Frosti
2014Laufey Lin – 105
2015 – Jóhanna Ruth Luna Jose – Fjörheimum
2017Anya Hrund Shaddock – Hellirinn
2018 – Aníta Daðadóttir – Fönix
2019Þórdís Karlsdóttir – Bólið
2020 – Þórdís Linda Þórðardóttir – Garðalundur
2021 – Söngkeppni Samfés var frestað vegna Covid-19
2022 – Baldur Björn Arnarsson – Árseli
2023 – Ína Berglind Guðmundsdóttir – Nýjung
2024 – Guðjón Þorgils Kristjánsson – Skýjaborgir