Landsmót Samfés

 

Landsmót Samfés, sem haldið er að hausti ár hvert, var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélög Samfés komu saman. Unglingarnir, allir í 8. bekk, ræddu um málefni ungs fólks og starfsmenn ræddu samstarf félagsmiðstöðva.

Markmið Landsmóts Samfés er að skapa vettvang þar sem ungt fólk getur lært, tjáð sig og haft áhrif. Lögð er áhersla á þátttöku, samvinnu og samfélagslega ábyrgð, þannig að ungt fólk fái tækifæri til að móta sitt nærumhverfi.

Dagskrá Landsmóts Samfés er þríþætt:

Föstudagur – Kosningar í Ungmennaráð Samfés

Á fyrsta degi mótsins fara fram lýðræðislegar kosningar í Ungmennaráð Samfés. Kosið er í 9 kjördæmum þar sem tveir fulltrúar eru valdir úr hverju kjördæmi, alls 18 fulltrúar til tveggja ára og 9 fulltrúar til eins árs. Ungmennaráð Samfés er því skipað 27 fulltrúum, og eru kjörgengir allir fulltrúar aðildarfélaga Samfés á aldrinum 13–16 ára.

Laugardagur – Smiðjur og sköpun

Á laugardeginum vinna ungmennin í fjölbreyttum smiðjum þar sem þau fá að tjá sig, þróa verkefni og vinna með málefni sem snerta ungt fólk. Markmiðið er að efla leiðtogahæfni, samvinnu og samfélagslega meðvitund, og að þátttakendur geti tekið lærdóminn með sér heim í sína félagsmiðstöð og miðlað honum áfram.

Sunnudagur – Landsþing ungs fólks

Landsmótinu lýkur með Landsþingi ungs fólks, sem Ungmennaráð Samfés skipuleggur og stýrir.

Þar fær ungt fólk tækifæri til að ræða málefni sem því er hugleikið, setja fram hugmyndir og móta ályktanir.

Í kjölfar Landsþings tekur Ungmennaráðið saman niðurstöður og ályktanir, sem það sendir áfram til ráðuneyta, sveitarstjórna, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés, þannig að rödd ungs fólks heyrist víðar.

Fyrri ár: 

2025 Blönduós

2024 Akranes

2023 Akureyri

2022 Stykkishólmur

2022 Hvolsvöllur

2021 Frestað

2020 Aflýst

2019 Mosfellsbær

2018 Selfoss

2017 Egilsstaðir

2016 Kópavogur

2015 Akureyri

2014 Akranes

2013 Hvolsvöllur

2012 Ísafjörður

2011 Fjallabyggð

2010 Garðabær

2009 Sauðárkrókur

2008 Garður

2007 Vestmanneyjar

2006 Árbær

2005 Neskaupsstaður

2004 Akureyri

2003 Borgarnes

2002 Kópavogur

2001 Ísafjörður

2000 Grafarvogur

1999 Hafnarfjörður

1998 Seltjarnanes

1997 Egilsstaðir

1996 Mosfellsbær

1995 Garðabær

1994 Reykjanesbær

1993 Akranes

1992 Blönduós

1991 Borgarnes

1990 Blönduós