RAFÍÞRÓTTIR

Í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum um allt land fer fram faglegt rafíþróttastarf þar sem unnið er með breiðan hóp ungs fólks. Nú á tímum COVID-19 er enn mikilvægara en áður að ná til unga fólksins, auka félagsfærni, draga úr félagslegri einangrun, virkja þau í daglegu starfi og í rafíþrótta klúbbum þar sem lögð er áhersla á faglega nálgun og heilbrigða spilahætti. Til þess að ná árangri þarf eins og í öðrum íþróttum að æfa sig reglulega, vinna saman, fara að leikáætlun, borða hollan mat, fá nægan svefn og vera almennt í góðu formi.

Rafíþróttamót Samfés og Félkó

Rafíþróttamót Samfés og félagsmiðstöðva Kópavogsbæjar er haldið árlega í íþróttahúsinu Digranesi. Þessi rafíþróttaviðburður er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-25 ára. Markmið viðburðarins er m.a. að ná til ungs fólks, draga úr félagslegri einangrun og stuðla að jákvæðri þróun í rafíþróttum. Þátttakendur geta tekið þátt í og spilað CS:OG, R6S, Fortnite, LoL og FIFA.

Reglan 1 starfsmaður á 17 unglinga gildir á þessum viðburði og eiga allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára að skila inn leyfisbréfi. Skráning fer fram í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum á Íslandi og er þetta lokaður viðburður og áhorfendum ekki hleypt inn í húsið.
Dagskráin er fjölbreytt og lögð er áhersla á að þátttakendur taki reglulegar pásur, taki þátt í leikjum sem eru í boði og nýti sér að frítt er í sund þegar að leikir fara ekki fram. 

 

Norrænt rafíþróttamót

Samfés og Ungdomsringen í Danmörku standa að norræna rafíþróttamótinu „Nordic Esport United“ þar sem norræn ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru sameinuð á stafrænum leikvelli. Skráning fer fram í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum á Íslandi og hjá aðildarfélögum.Norrnt rafrttamt 2020

Norðurlandamótið er haldið að frumkvæði ungs fólks sem eru þátttakendur í samnorrænu samstarfsverkefni allra Norðurlandanna í verkefninu Menntun fyrir alla, þar sem áhersla er m.a. lögð á samtal ungs fólks um heimsmarkmið 4.7.

Markmið mótsins er að tengja og sameina ungmenni á norðurlöndunum, virkja þau og gefa þeim tækifæri á því að kynnast og taka þátt í þessum stafræna viðburði sem hægt er að halda án takmarkana á tímum COVID-19 og samkomubanns. Á mótinu er keppt í Fortnite (einstaklings og tveggja manna) og CS:GO (5 gegn 5 og 2 gegn 2) Þátttaka á viðburðinum var ókeypis og glæsilegir vinningar í boði.
Samstarfsaðilar mótsins ætla að sækjum og standa að árlegum ungmennaskiptum í gegnum Erasmus+ sem veitir ungu fólki tækifæri að hitta jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum, miðla reynslu  og koma til baka enn sterkari einstaklingar.

 

 

 

Sigurvegarar CS GO 2019

Sigurvegarar Fortnite 2019