Sófinn

}

25.11.2020

Sófinn

Sófinn er nýr og spennandi þáttur þar sem fólk af vettvangi kemur í sófa spjall um hin ýmsu málefni tengd ungu fólki. Sófinn er netþáttur og verður sendur út einu sinni í viku. 

Þáttur 1

Viðmælendur fyrsta þáttarins eru þær Sólborg, stofnandi Instagram reikningsins Fávitar og Sigurþóra, framkvæmdastjóri BERGIÐ headspace. Sófinn er hluti af Samfésplús sem styrkt er af Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þáttur 2

Viðmælendur í öðrum þætti af Sófanum eru Þorvaldur Guðjónsson, félagsmálafulltrúi í Tækniskólanum og Margrét Gaua Magnúsdóttir verkefnastýra í ungmennahúsinu Hamarinn í Hafnarfirði.

Þáttur 3

Sófinn er nýr og spennandi þáttur þar sem fólk af vettvangi kemur í sófa spjall um hin ýmsu málefni tengd ungu fólki. Viðmælendur í þessu þætti eru Katrín Guðjónsdóttir, Kristófer Jónsson og Eva Halldóra Guðmundsdóttir.

Þáttur 4

Árni Guðmundsson frá Háskóla Íslands og Gylfi Már Sigurðsson sagnfræðingur frá Hinu Húsinu kíktu í Sófann og ræddu sögu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. 

 

 

Þáttur 5

Ágúst Arnar Þráinsson og Íris Ósk Ingadóttir frá félagi fagfólks í frítstundaþjónustu mættu til okkar í Sófann.

Þáttur 6

Viðmælendur í sjötta þætti af Sófanum eru Ólafur Hrafn Steinarsson Director of Esports og influencer 1939 games, stjórnarformaður rafíþróttasamtaka Íslands og Arnar Hólm Einarsson yfirmaður rafíþróttamála hjá Crossfit XY/XY Esports og fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. 

Þáttur 7

Í Sófanum setjast niður og spjalla saman María Rut og Hrefna.

María Rut Kristinsdóttir  sem heldur úti Hinseginleikanum sem  er fræðsluvettvangur sem hófst á Snapchat, en þróaðist síðar yfir í vefþáttaseríu á Rúv núll og er nú haldið úti á Instagram, þar sem fólk fær að skyggnast inn í líf hinseginfólks hér á landi. Hrefna Þórarinsdóttir frá Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar sem er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. 

Þáttur 8

Embla Líf frá ungmennahúsinu Mosanum Mosfellsbæ og Védís Ýr frá Hvíta húsinu Akranesi eru fulltrúi í ungmennaráði ungmennahúsa Samfés. Þær sjá um og halda úti hlaðvarpinu Ungt fólk og hvað?

Þáttur 9

Jakob Frímann Þorsteinsson, Aðjunkt og Eygló Rúnarsdóttir, Aðjunkt frá Háskóla Íslands, menntavísindasvið mættu til okkar í Sófann. Ræddu meðal annars um námið í tómstunda- og félagsmálafræði.

Þáttur 10

Fengum til okkar þrjá forstöðumenn í Sófann þeir voru, Torfi Guðbrandsson, forstöðumaður Jemen,
Steinar Már Unnarsson forstöðumaður Ekkó og Bjarki Sigurjónsson Kúlan allir starfandi í Kópavogi.