Ungmennaráð Samfés

}

23.9.2020

Ungmennaráð Samfés

Ungmennaráð Samfés er lýðræðislega kjörið ráð ungmenna á aldrinum 13-16 ára (8. – 10. bekkur) alls staðar að af landinu.

Tillaga um stofnun ungmennaráðs Samfés var samþykkt á aðalfundi Samfés í Ólafsvík 27. apríl 2006. Formlega tók ungmennaráðið til starfa eftir Landsmót Samfés sem haldið var í Garðinum á Suðurnesjum árið  2006.

Kosningar í Ungmennaráð Samfés fara árlega fram á Landsmóti Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum, þannig eru fulltrúar ráðsins 27 talsins.  Mikilvægt er að upplýsa og hvetja unga fólkið til að bjóða sig fram og senda inn framboð á réttum tíma. Skráning frambjóðenda fer fram í gegnum  félagsmiðstöðina.  Hver félagsmiðstöð má senda inn eitt framboð.

Tilgangur ungmennaráðs Samfés er að efla þátttöku ungmenna í félagsmiðstöðvastarfi, auka jafningjafræðslu. Að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu svo að ekki sé allt miðað við fullorðna. Að ungmenni hafi tengiliði á landsvísu til þess að ræða málefni sem snúa að þessum aldurshópi. Efla Evrópusamstarf við önnur ungmenni. Hafa áhrif á og vinna að viðburðum á vegum Samfés, og hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.

Markmið Ungmennaráðs Samfés eru að:

 • Að ungmenni komi að ákvarðanatöku samtakanna í öllum málum þeirra.
 • Að taka virkan þátt í allri ákvarðanatöku samtakanna.
 • Að gæta hagsmuna ungmenna í öllum málum s.s. umfjöllun, réttindamálum o.s.frv.
 • Að það sé ekki brotið á ungmennum varðandi réttindi þeirra og hagsmuni.
 • Að skapa grundvöll til þess að ungmenni geti komið saman og komið sínum skoðunum á framfæri.
 • Að halda árlegt landsþing og koma niðurstöðum áleiðis.
 • Að efla samfélagslega vitund ungmenna og efla lýðræðislega þátttöku.
 • Efla samband félagsmiðstöðva og ungmenna á landsvísu.
 • Að fræða önnur ungmenni um hvernig þau geti tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi.
 • Bera ábyrgð á að efla félagslíf sem höfðar til allra hópa.
 • Vera meðvituð um skoðanir annarra. Það hafa ekki allir sama smekk og þú.
 • Tryggja áframhaldandi aðkomu ungs fólks að allri ákvarðanatöku og stefnumótun Samfés.
 • Tveir fulltrúa ungmennaráðsins mæti á og taka virkan þátt á öllum stjórnarfundum Samfés.
 • Að vera ráðgjafar í stefnumótun í öllum málefnum sem varða ungt fólk.