Hinsegin Landsmót 2024

}

27.5.2024

Hinsegin Landsmót Samfés 2024

Daganna 15.- 17. Mars sl fór fram Hinsegin Landsmót Samfés í annað sinn. Samfés ásamt Hinsegin félagsmiðstöðinni S78, Tjarnarinni, og Félagsmiðstöðvum Akureyrar, lögði sitt af mörkum til að skapa öruggt og styðjandi umhverfi fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára, sem saman mynda fjölbreytt og litríkt samfélag.

Að þessu sinni var landsmótið haldið í Rimaskóla í grafarvogi. Þar sem hinsegin ungmennum gafst tækifæri til að mynda tengsl, deila reynslu sinni og læra hvert af öðru í umhverfi sem fagnar fjölbreytileika og skilningi.

Án stuðnings frá Erasmus+, hefði þessi ómetanlegi viðburður ekki verið mögulegur. Viðburðurinn var þríþættur; hópefli og skemmtun, fræðsla og smiðjur og málþing sem bauð upp á tækifæri fyrir ungmennin til að ræða málefni sem skipta þau máli, allt í öruggu og styðjandi umhverfi.

“Það eru fjölmörg hinsegin ungmenni þarna úti sem við vitum ekki af og þora ekki að stíga skrefið inni í hinsegin félagsmiðstöðina. Ef viðburðurinn verður til þess að eitt ungmenni þorir að taka skrefið þá er það stórkostlegt. Mikilvægast er að þau upplifi að þau tilheyri jafnöldrum sínum og fái tækifæri til virkrar þátttöku án þess að þurfa að ritskoða sig og óttast að verða fyrir aðkasti”, – Linda Björk Pálsdóttir, einn af skipuleggjendum Hinsegin Landsmóts.

Landsmótið bauð upp á vettvang þar sem ungmenni gátu speglað sig í jafnöldrum og fundið styrk í samfélagi sem skilur og styður við þeirra þróun og vöxt. Áherslan á lýðræðisleg vinnubrögð, skoðanaskipti og borgaralega þátttöku var lykilatriði í ár og mættu á viðburðinn Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra norrænna samstarfsmála og félags- og vinnumarkaðsráðherra og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir og ávörpuðu ungmennin, sem undirstrikar mikilvægi og viðurkenningu þjóðfélagsins á röddum hinsegin ungmenna.

Við erum stolt af því að hafa verið hluti af þessu merkilega landsmóti og við erum þakklát fyrir þátttöku og framlag hvers og eins. Við erum fullviss um að landsmótið mun áfram styrkja hinsegin starf innan félagsmiðstöðvanna á íslandi og færa okkur nær því markmiði að skapa samfélag þar sem öll finna fyrir stuðningi, skilningi og samkennd.