Desember – Mánuður umhyggju og góðvildar

}

6.12.2020

TUFF Ísland (KIND20) sem er aðili að alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum tuff.earth, Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og Tvær grímur

hafa tekið höndum saman og senda landsmönnum skilaboð umhyggju og góðvildar.  umhyggjaoggodvild

Búið er að útbúa umhyggjuhefti með fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum og verkefnum sem fólk á öllum aldri, fjölskylda og vinir, geta tekið þátt í saman.

Með þessu framtaki viljum við gefa fólki hugmyndir að verkefnum sem stuðla að aukinni samveru á tímum þar sem aðstæður eru aðrar en við eigum að venjast og erfitt getur verið að halda í jólahefðir vegna heimsfaraldurs.

Okkur er sérlega umhugað um stöðu ungs fólks, þeirra velferð og vellíðan. Því teljum við að nauðsynlegt sé að taka höndum saman með því að taka þátt í þessu verkefni þar sem að áhersla er lögð á umhyggju, góðvild og samveru.  Umhyggja og góðvild