Metþátttaka í Rafíþróttamóti Samfés og Félkó

}

8.2.2021

Metþátttaka var í nýafstaðnu rafíþróttamóti Samfés og Félkó, en 350 ungmenni á aldrinum 13-25 ára voru skráð til leiks, ýmist í CS:GO, Fortnite, Rocket League og League of Legends. Það er óhætt að segja að það sé gríðarlegur vöxtur í faglegu rafíþróttastarfi á vettvangi aðildarfélaga Samfés á landsvísu.

 

Mynd tekin í Svítunni félagsmiðstöði í thorlakshofn

Það var frábært að sjá unga fólkið sameinast á stafrænum leikvelli rafíþrótta þvert á landshluta og aldurshópa. Við hjá Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa viljum þakka félagsmiðstöðvum Kópavogs, RLÍS (Rocket League Ísland), RÍSÍ (Rafíþróttasamtök Íslands), mótsstjórum og okkar styrktaraðilum fyrir samstarfið á mótinu.
Úrslit mótsins :

Fortnite
1. Sæti – DabbiTTV frá Ekkó, Kópavogi
2. Sæti – Sopeyy frá NFB, Reykjavík
3. Sæti – Balli frá Þebu, Kópavogi

Counter Strike: Global Offensive

1. Sæti – Team Egilsstaðir frá Nýung, Egilsstöðum
2. Sæti – Þór Junior frá Tróju, Akureyri
3.-4. Sæti – Team Ekkó frá Ekkó, Kópavogi og 3hunna frá MK, Kópavogi

Rocket League

1. Sæti – KR white frá Tíunni, Reykjavík
2. Sæti – Blue Steel frá Molanum og Jemen, Kópavogi
3.-4. Sæti – Verið frá Verinu, Hafnarfirði og Arnton frá Pegasus, Kópavogi

League of Legends

1. Sæti – Team Disciples frá NFB, Reykjavík
2. Sæti – Team Mysterii frá Holtinu, Reykjavík
3. Sæti – Team Anonymous frá NFB, Reykjavík

Mótið er haldið af Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og Félkó, félagsmiðstöðvar í Kópavogi.