Sófinn er nýr og spennandi þáttur þar sem fólk af vettvangi kemur í sófa spjall um hin ýmsu málefni tengd ungu fólki. Sófinn er netþáttur og verður sendur út einu sinni í viku. 

Þáttur 1

Viðmælendur fyrsta þáttarins eru þær Sólborg, stofnandi Instagram reikningsins Fávitar og Sigurþóra, framkvæmdastjóri BERGIÐ headspace. Sófinn er hluti af Samfésplús sem styrkt er af Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þáttur 2

Viðmælendur í öðrum þætti af Sófanum eru Þorvaldur Guðjónsson, félagsmálafulltrúi í Tækniskólanum og Margrét Gaua Magnúsdóttir verkefnastýra í ungmennahúsinu Hamarinn í Hafnarfirði. 

Þáttur 3

Sófinn er nýr og spennandi þáttur þar sem fólk af vettvangi kemur í sófa spjall um hin ýmsu málefni tengd ungu fólki. Viðmælendur í þessu þætti eru Katrín Guðjónsdóttir, Kristófer Jónsson og Eva Halldóra Guðmundsdóttir.

Þáttur 4

Árni Guðmundsson frá Háskóla Íslands og Gylfi Már Sigurðsson sagnfræðingur frá Hinu Húsinu kíktu í Sófann og ræddu sögu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. 

Þáttur 5

Ágúst Arnar Þráinsson og Íris Ósk Ingadóttir frá félagi fagfólks í frítstundaþjónustu mættu til okkar í Sófann.