Starfsdagar Samfés

}

28.9.2021

Það var metþátttaka á Starfsdögum Samfés sem fóru fram  9.-10. september að Varmalandi, en samtals voru skráðir um 160 þátttakendur sem komu víðsvegar af að landinu..

Starfsdagar Samfés eru mikilvægur fræðslu- og símenntunarviðburður starfsfólks á vettvangi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landsvísu. Þessi árlegi viðburður er gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk á vettvangi sem vilja vera í fararbroddi í æskulýðsstarfi sem er einn af lykilþáttum í forvarnarstarfi með ungu fólki.

Dagskráin var fjölbreytt með fróðlegum og spennandi, málstofum, fræðsluerindum og fyrirlestrum sem tengdust starfinu á vettvangi með börnum og unglingum á landsvísu. Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra kom í heimsókn og gaf sér góðan tíma í samtal við starfsfólk af vettvangi um mikilvægi starfsins og þau málefni sem brenna á þeim sem vinna með börnum og ungmennum.

Það frábært að ná að halda Starfsdaga Samfés og finna orkuna og kraftinn sem einkennir okkar vettvang. Við viljum þakka starfsdaga nefndinni og öllu því frábæra fagfólki sem kom að viðburðinum, aðstoðaði og tók virkan þátt á Starfsdögum Samfés.