SAMFÉS – Tilkynning vegna COVID-19

}

3.3.2020

Það er samróma álit okkar allra hjá Samfés og ákvörðun stjórnar að sýna samfélagslega ábyrgð og fresta (ekki aflýsa) SamFestingnum

sem og öðrum viðburðum á vegum samtakanna eins og Landsþingi ungmennahúsa, aðalfundi, LAN-dsmóti Samfés og fundi ungmennaráða Samfés á meðan óvissuástand ríkir. Ákvörðun sem þessi er óumflýjanleg að svo stöddu þar sem velferð unglinga og starfsfólks félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í húfi.

Gert er ráð fyrir því að halda SamFestinginn 22.-23. maí næstkomandi með það að leiðarljósi að heilbrigðisyfirvöld hafi náð tökum á dreifingu veirunnar og búið verði að aflétta samkomubanni. Dagsetningar viðburða eru endurskoðaðar daglega miðað við tilmæli almannavarna.

Stöndum saman, sýnum ábyrgð og umhyggju. Stjórn og starfsfólk Samfés.