Til hamingju Zelsíus!

}

10.1.2024

Samfés óskar Félagsmiðstöðinni Zelsíus í Árborg til hamingju með Íslensku Menntaverðlaunin.

Samfés óskar Félagsmiðstöðinni Zelsíus í Árborg hjartanlega til hamingju með Íslensku Menntaverðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem félagsmiðstöð hlýtur þessi virtu verðlaun, og eru þau sannarlega verðskulduð. Þetta tímamót viðurkennir hversu mikilvægt og áhrifaríkt gott samstarf í þágu barna er, og hvernig samvinna ólíkra fagaðila getur haft afgerandi áhrif á að styðja við og styrkja börn og ungmenni á uppbyggilegan hátt.

Framúrskarandi þróunarverkefnið ‘Samstarf velferðarþjónustunnar í Árborg og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz’ stendur sem glæsilegt dæmi um þetta. Þetta verkefni, sem hlaut verðlaunin fyrir að uppfylla ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hefur leitt til mikilvægra breytinga í samfélaginu. Það hefur lyft grettistaki í að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga, stuðlað að því að þeir verði virkir þátttakendur í félagsstarfinu og sýnir fram á mikilvægi þverfaglegs samstarfs. Þessi nálgun er í samræmi við markmið nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Húrra, húrra HÚRRA fyrir ykkur kæru vinir í Zelsíus! Við erum ótrúlega stolt af ykkur og ykkar starfi og hvetjum alla til að fagna þessum frábæra árangri 🥳